Bláberja skyrterta

Uppskrift: 

Botn: 

1 pk Mc Vites hafrakex

140 g smjör

2-3 msk sykur

Fylling: 

1 stór dós vanilluskyr

1/2 l rjómi

30 malteserskúlur – muldar

Ofan á: 

Sulta

Bláber

Malterserskúlur muldar til að skreyta

Aðferð: 

1. Mulið hafrakex, brætt smjör og sykur blandað saman og sett í botninn á smurðu eldföstu móti.

2. Botninn bakaður í ca. 10 mínútur.

3. Fyllingin búin til með því að þeyta rjóma, skyrinu hrært varlega saman við ásamt malterserskúlumulningi.

4. Fyllingunni hellt yfir botninn.

5. Bláberjasulta smurð yfir botninn. Bláber sett yfir og að lokum er malterserskúlumulningi sáldrað yfir til skrauts.

Kakan er kæld  og síðan borin fram köld.

IMG_1356