Barbecue kjúklingabitar á teini

Nú er grilltíminn í hámarki og frábært að nota grillið. Þessi uppskrift er virkilega góð og tilvalin á grillið.  Kemur vel út að bera kjúklingabitana með Pik nik frönskum og grænmeti.

Uppskrift: 

5-6 stk kjúklingabringur – skornar á hæfilega stóra teninga

2 tsk malton salt

50 g beikon

2 tsk paprikukrydd

2 msk Dan sukker púðursykur

Heinz barbecue sósa – orginal eða hunangs

2 msk hunang (má sleppa)

Aðferð:

1. Kjúklingabringurnar eru skornar í hæfilega stóra teninga.  Bitarnir eru settir í skál, saltaðir örlítið og síðan geymdir í ca. 30 mínútur í kæli. Gott að setja poka yfir.

2. Beikon er sett í matvinnsluvél og það maukað.  Paprikuduftið, púðursykurinn, hunangið ásamt beikonmaukinu er hrært vel saman og síðan blandað saman við kjúklingabitana.  Leyfið þessu að bíða í 30 mínútur.

3. Kjúklingabitarnir eru þá settir á tein, barbecue sósunni pennslað yfir og þeir grillaðir þar til þeir eru steiktir í gegn.

IMG_4097_5977