Austurlensk kjúklingasúpa

3 kjúklingabringur
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 cm engifer
2 hvítlauksrif
2 dósir kókosmjólk
3 msk  Heinz tómatpúreé í túpu
1 hnefi ferskt kóríander
2 vorlaukar
1/2 rauður chilli
1/2 pakki eggjanúðlur
salt og pipar
Milda smjör í flösku til steikingar

Skerið kjúklinginn í strimla.  Skerið paprikuna, vorlaukana og chilli í bita.  Pressið hvítlaukinn og rífið engiferið, saxið niður ferska kóríanderið.  Steikið kjúklinginn, grænmetið, hvítlaukinn og engiferið saman í potti.. bætið tómatpureé saman við (en ég nota Heinz tómatpurrée í túpum) og steikið þangað til kjúklingurinn er tilbúinn eða hvítur og steiktur í gegn.  Hellið kókosmjólkinni yfir og látið suðuna koma upp.
Látið sjóða í 10 mínútur, smakkið til og kryddið með salti og pipar og jafnvel smá chillidufti ef maður vill hafa súpuna bragðmikla.  Það er líka mjög gott að nota hálfan pakka af eggjanúðlum og sjóða þær í vatni áður en þær eru settar út í súpuna. Má bæta 1-2 teningum af kjúklingakrafti út í fyrir þá sem vilja hafa súpuna bragðmikla. Berið svo fram með góðu brauði.