Aspas og skinku brauðréttur

Það eru endalausir mögleikar þegar kemur að uppskrift að góðum brauðrétti.  Hér er uppskrift að aspas og skinku brauðrétti sem er einfaldur og góður.
Uppskrift:  
1 stk rúllutertubrauð
1 dós bacon/skinku smurostur
½ dós sýrður rjómi
1 lítil dós aspas
2 bréf Knorr aspas bollasúpa
1 pk skinka rifinn ostur
Aðferð:
1. Smurostur, sýrður rjómi, aspassafi og bollasúpa hitað saman í pott.
2. Skinka skorin í litla bita og bætt út í.
3. Blöndunni er smurt yfir brauðterturúlluna og rifnum osti stráð yfir. Rúllað upp og rifnum osti stráð yfir brauðréttinn.
Hitað í ofni við 180°C í c.a 20 – 30 mín.
Knorr-braudrettur