Súkkulaðikaka með jarðarberjakremi

Á góðum dögum er skemmtilegt að gera sér dagamun og  bjóða upp á girnilega súkkulaðiköku. Með Betty Crocker súkkulaðikökumixinu er leikur einn að fylgja uppskriftinni.

Uppskrift: 

1 pk Betty Crocker milk Chocolate layer cake mix ásamt því hráefni sem stendur á pakka (olía- vatn og egg)

1 dós Betty Crocker jarðarberjakrem

1 dós Betty Crocker súkkulaðikrem

1 pk fersk jarðarber

1 pk kókósbollur

Aðferð: 

1. Kakan er bökuð samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum í tveimur hringlaga mótum í 25 mínútur við 180°hita.

2. Þegar kakan hefur kólnað er bleika kreminu smurt ofan á neðri súkkulaðikökubotninn.

3. Fersk jarðarber eru skorin í sneiðar og sett yfir kremið og kókósbollurnar kramdar yfir jarðarberin. Seinni súkkulaðikökubotninn er lagður ofan á.

4. Brúnin á kökunni er skreytt með súkkulaðikremsrósum. Þær eru gerðar með því að setja súkkulaðikremið í sprautupoka með stjörnustútnum 1M eða 2D. Síðan er þeim sprautað með því að byrja í miðjunni á hverri rós og færa sig hringinn.

5. Súkkulaðikakan er að lokum smurð með jarðarberjakreminu og skreytt með jarðarberjum og súkkulaðidropum. Þetta gerist ekki einfaldara.

IMG_3686